Árborg tapaði í rigningunni

Árborg tók á móti KB í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Breiðhyltingar sigruðu 1-3.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og fengu bæði lið ágæt færi. KB skoraði eina mark fyrri hálfleiks og staðan var 0-1 í leikhléinu.

Fyrstu mínútur seinni hálfleiks voru arfaslakar hjá Árborg og KB skoraði tvö mörk á tíu mínútna kafla. Eftir það var leikurinn í jafnvægi og Guðmundur Sigurðsson náði að minnka muninn fyrir Árborg undir lok leiksins.

Með sigrinum fór KB á toppinn í riðlinum með 9 stig en Árborg hefur 1 stig í 5. sæti.

Árborg mætir ÍH á útivelli í lokaumferðinni nk. laugardag.

Fyrri greinFlóahlaup Samhygðar í dag
Næsta greinKjörsókn svipuð og í þingkosningum