Árborg tapaði toppslagnum

Árborg missti af dýrmætum stigum í toppbaráttu C-riðils 4. deidlar karla í knattspyrnu í kvöld þegar Álftanes kom í heimsókn á Selfoss.

Þetta var hörkuleikur, jafn og spennandi en eina mark leiksins skoraði Álftanes í upphafi síðari hálfleiks.

Árborg sótti mikið í lokin og Álftnesingar björguðu meðal annars í tvígang á línu. Gestirnir hefðu líka getað bætt við á lokakaflanum þar sem þeir fengu dauðafæri.

Árborg mætir Álafossi í lokaumferðinni og þarf að sigra þar og treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum, ætli þeir seér í úrslitakeppnina.

Fyrri greinUndirskriftarlistanir afhentir sveitarfélaginu
Næsta grein„Ekki mikil pottamenning á Selfossi“