Árborg tapaði á Nesinu

Árborg steinlá á útivelli í kvöld þegar liðið mætti Kríu á Seltjarnarnesi í 4. deild karla í knattspyrnu.

Heimamenn komust yfir á 35. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Árborgurum tókst ekki að skora í síðari hálfleik en Kría bætti við tveimur mörkum á lokakafla leiksins. Lokatölur 3-0.

Árborg er í 6. sæti D-riðils 4. deildar með fimm stig.

Fyrri greinRætt um launamál Ástu
Næsta greinHjólreiðakeppni fyrir alla fjölskylduna