Árborg styrkir stöðu sína

Hartmann Antonsson skoraði sigurmark Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg vann mikilvægan sigur í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Ými að velli á Selfossvelli, 2-1.

Liðin voru í 2. og 3. sæti riðilsins fyrir leikinn og því ljóst að það var mikið í húfi en tvö efstu liðin í hverjum riðli fara í úrslitakeppni 4. deildarinnar.

Daníel Ingi Birgisson kom Árborg yfir á 17. mínútu leiksins með glæsilegu marki og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Það var hart barist í seinni hálfleik en Hartmanni Antonssyni tókst að tvöfalda forystu Árborgar á 62. mínútu með góðu marki. Ýmir minnkaði muninn í uppbótartíma en nær komust gestirnir úr Kópavogi ekki.

Árborg hefur nú 16 stig í 2. sæti riðilsins en Ýmir er í 3. sætinu með 13 stig.

Fyrri greinFyrsti hnúðlax sumarsins veiddist í Ölfusá
Næsta greinMeð faðm upp á 2,10 m