Árborgarar heimsóttu topplið KÁ á Ásvelli í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld. KÁ sigraði 5-1.
KÁ gerði út um leikinn á tuttugu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Þeir komust yfir á 22. mínútu og bættu öðru marki við á 28. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði markvörður KÁ sjálfsmark og staðan orðin 2-1. Það blés engum vindi í segl Árborgar því KÁ skoraði tvö mörk til viðbótar á næstu átta mínútum og staðan var 4-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri en KÁ skoraði fimmta markið um hann miðjan og þar við sat.
Með sigrinum í kvöld er KÁ liðið nánast öruggt með sæti í 3. deildinni að ári. Árborg er í 3. sæti með 26 stig.

