Árborg spáð falli

Fyrirliðar og þjálfarar liðanna í 2. deild karla í knattspyrnu spá því að Árborg fari beint aftur niður í 3. deild.

Fotbolti.net fékk alla fyrirliða og þjálfara til að spá og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því, en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Árborg varð í tólfta og neðsta sæti í spánni með 37 stig af 242 mögulegum.

Keppni í 2. deildinni hefst 14. maí en þá leikur Árborg á útivelli gegn Njarðvík. Í 2. umferð tekur liðið svo á móti nágrönnum sínum í Hamri.

Umfjöllun fotbolti.net