Árborg og Stokkseyri saman í riðli

KSÍ hefur birt riðlaskiptingu fyrir komandi keppnistímabil í 4. deild karla í knattspyrnu. Árborg og Stokkseyri eru saman í riðli.

Með Árborg og Stokkseyri í A-riðli eru Afríka, Berserkir, Hörður Ísafirði, Mídas og Ýmir. Leikin er tvöföld umferð í A-riðli.

Hamar leikur í D-riðli ásamt Álftanesi, KH, Kóngunum, Kríu og Vatnaliljum. Leikin er þreföld umferð í D-riðli.

Eftir riðlakeppni fer fram úrslitakeppni átta liða þar sem tvö efstu lið hvers riðils komast í úrslit.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Útlendingar fastir í snjó hér og þar
Næsta greinHálu flísarnar fjarlægðar