Árborg og KFG skildu jöfn

Árborg og KFG gerðu 1-1 jafntefli í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag, en þetta var opnunarleikur riðilsins.

Leikurinn var jafn og spennandi og úrslitin sanngjörn. Halldór Áskell Stefánsson kom Árborg yfir með glæsilegu skallamarki eftir hornspyrnu Tómasar Kjartanssonar á 38. mínútu, og staðan var 1-0 í hálfleik.

Þannig stóðu leikar allt fram á 71. mínútu að gestirnir jöfnuðu en bæði lið fengu ágæt færi til að bæta við mörkum.

Fyrri greinDásamlegir súkkulaðimolar sem bráðna í munni
Næsta greinFyrsti bikarmeistaratitill Selfyssinga í meistaraflokki