Árborg nálgast úrslitakeppnina – Stokkseyri tapaði

Magnús Ingi Einarsson var markakóngur Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg er með níu tær inni úrslitakeppni 4. deildar karla eftir öruggan sigur á GG á Selfossvelli í dag. Á Stokkseyri töpuðu heimamenn í hörkuleik gegn KH.

Á Selfossi kom Magnús Ingi Einarsson Árborg yfir á upphafsmínútunum og Magnús Hilmar VIktorsson breytti stöðunni í 2-0 skömmu síðar. Þannig stóðu leikar í hálfleik en Árborg bætti við tveimur mörkum á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Magnús Ingi kom þeim í 3-0 áður en Aron Freyr Margeirsson skoraði fjórða markið. Eftir það datt botninn úr leiknum og liðin buðu upp á úrvals göngubolta í seinni hálfleik. Árborgarar hefðu getað bætt við 2-3 mörkum en létu 4-0 sigur duga. Árborg er í 2. sæti riðilsins með 29 stig þegar ein umferð er eftir. RB á tölfræðilegan möguleika á því að taka af þeim sætið í úrslitakeppninni en þurfa þá að vinna upp 24 marka markamun í lokaumferðinni.

Stokkseyri tók á móti KH í blíðunni við Löngudæl í dag. Gestirnir komust yfir strax á 4. mínútu en strax í næstu sókn jafnaði Þórhallur Aron Másson fyrir heimamenn. KH komst aftur yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan var 1-2 í leikhléi. KH jók forskot sitt strax á 3. mínútu seinni hálfleiks en tveimur mínútum síðar minnkaði Örvar Hugason metin með marki úr vítaspyrnu. Gestirnir frá Hlíðarenda bættu svo fjórða marki sínu við um miðjan seinni hálfleikinn og lokatölur urðu 2-4. Stokkseyringar eru áfram í 5. sæti B-riðilsins með 13 stig en KH fór með sigrinum uppfyrir Hamar og tryggði sér toppsæti riðilsins.

Fyrri greinStefanía Svavars djassar í dag
Næsta grein„Átti ekki alveg von á því að þetta myndi gerast svona hratt“