Árborg mætir ÍH í 16-liða úrslitum

Árborgarar fagna marki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg mætir ÍH í 16-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðrideildar liða, en dregið var í morgun.

Árborg, sem leikur í 4. deildinni, sló 2. deildarlið KV út í 32-liða úrslitum og næsti andstæðingur er ÍH sem leikur í 3. deildinni. Leikurinn fer fram á Selfossi 19. júlí.

Aðrir leikir í 16-liða úrslitunum eru:
Augnablik – KFG
Magni – Víkingur Ó.
Elliði – Kári
KFK – Ýmir
Víðir – Hvíti riddarinn
KFA – Höttur/Huginn
Völsungur – Haukar

Fyrri greinKeahótel taka við rekstri Hótel Grímsborga
Næsta greinTæp 151 milljón króna til verkefna á Suðurlandi