Árborg lagði KFR

Knattspyrnufélag Árborgar lagði Knattspyrnufélag Rangæinga í C-deild Lengjubikars karla í dag þegar liðin mættust á Selfossvelli, 2-1.

Rangæingar komust yfir á 15. mínútu með marki frá Reyni Björgvinssyni. Tíu mínútum síðar jafnaði Guðmundur Garðar Sigfússon. Þrátt fyrir ágæt færi í fyrri hálfleik tókst Árborgurum ekki að bæta við marki og staðan var 1-1 í hálfleik.

Jón Auðunn Sigurbergsson skoraði sigurmark Árborgar snemma í síðari hálfleik. Eftir það minnkaði þróttur Árborgara til muna og Rangæingar voru meira með boltann án þess þó að skapa sér teljandi færi.