Árborg í úrslitakeppnina – Ægir tapaði

Knattspyrnufélag Árborgar tryggði sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld með því að leggja Ými að velli, 3-2 á Selfossvelli.

Árborgarar voru ekki sannfærandi framan af leik og lentu 0-2 undir í fyrri hálfleik. Þannig stóðu leikar allt fram á 67. mínútu að Daníel Ingi Birgisson minnkaði muninn eftir sendingu frá Aroni Frey Margeirssyni.

Tveimur mínútum síðar jafnaði Magnús Helgi Sigurðsson metin með góðu skoti úr vítateignum. Árborgarar voru sterkari á lokakaflanum og þriðja markið lá í loftinu. Það kom hins vegar ekki fyrr en í uppbótartíma og þar var Magnús Helgi aftur á ferðinni þegar hann stangaði aukaspyrnu Tómasar Kjartanssonar í netið.

Sigurmarkið á Twittersíðu Sigurðar Eybergs

Með sigrinum endurheimti Árborg toppsætið í riðlinum og tryggði sig inn í úrslitakeppnina þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni.

Í 2. deildinni tók Ægir á móti Njarðvík. Njarðvík leiddi 0-1 í hálfleik og komst í 0-2 þegar fimmtán mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Andri Björn Sigurðsson minnkaði muninn á 67. mínútu en tveimur mínútum síðar innsigluðu Njarðvíkingar 1-3 stig.

Ægir er í 11 sæti 2. deildarinnar með 11 stig að loknum fimmtán umferðum.