Árborg – Hamar í 2. umferð

Árborg og Hamar mætast í 2. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu næsta sumar en dregið var í töfluröð í dag.

Hvergerðingar hefja leik á heimavelli gegn Reyni Sandgerði og fyrsti leikur Árborgar í 2. deildinni er gegn Njarðvík á útivelli.

Í 2. umferð eigast Suðurlandsliðin svo við á Selfossvelli og mætast svo aftur á Grýluvelli í 13. umferð.

Í lokaumferðinni eiga Árborgarar útileik gegn Aftureldingu en Hamar fær ÍH í heimsókn.

Leikjaniðurröðun 2. deildar karla 2011

Tengdar fréttir:
1. deild: Selfoss byrjar gegn Fjölni