Árborg fékk háttvísiverðlaun

Knattspyrnufélag Árborgar fékk viðurkenningu fyrir prúðmannlegan leik í 3. deild karla í knattspyrnu á síðasta keppnistímabili.

Verðlaunin voru afhent á 67. ársþingi KSÍ sem stendur nú yfir á Hilton Nordica Hótel í Reykjavík.

ÍA og Haukar fengu Dragostytturnar sem veittar eru þeim liðum í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna.

Þá eru veittar sérstakar viðurkenningar í 2. og 3. deild karla og er stuðst við sömu forsendur og í efstu tveimur deildunum. HK fékk viðurkenninguna í 2. deildinni.

Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti Einari Karli Þórhallssyni, gjaldkera Árborgar, viðurkenninguna.

Fyrri greinSmith funheitur gegn Stjörnunni
Næsta greinSigurður Ingi fékk tæp 95% atkvæða