Árborg fékk ekki færi

Árborg tapaði fyrir Aftureldingu í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld, 2-0.

Liðin mættust á Varmá og heimamenn réðu lögum og lofum allan leikinn. Árborg átti tvö skot á mark allan leikinn en varðist reyndar ágætlega.

Heimamenn skoruðu eitt mark í hvorum hálfleik en Steinar Örn Stefánsson markvörður Árborgar neitaði þeim í nokkrum tilvikum um að skora.

Þetta var annar leikur Árborgar í riðlinum og bíður liðið ennþá eftir sínum fyrsta sigri.