Árborg áfram á botninum

Knattspyrnufélag Árborgar tapaði fyrir Tindastóli/Hvöt þegar liðin mættust í botnslag 2. deildar karla á Blönduósi í kvöld.

Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu. Tindastóll/Hvöt átti nokkur ágæt færi en Steinar Stefánsson, markvörður Árborgar, varði oft vel og hélt sínum mönnum inni í leiknum.

Leikur Árborgar batnaði í seinni hálfleik en Stólarnir stóðu af sér sóknir Árborgar og fengu þrjú dýrmæt stig.

Árborg er með 4 stig á botni deildarinnar en Tindastóll í 9. sæti með 10 stig.

Fyrri greinLandsmótið hafið
Næsta greinÁttu að fá meira út úr leiknum