Árborg á toppnum

Knattspyrnufélag Árborgar sigraði Markaregn 3-0 í A-riðli 3. deildar karla í dag á Selfossvelli.

Jón Auðunn Sigurbergsson kom Árborg yfir eftir 49 sekúndna leik og í kjölfarið fylgdu mörk frá Guðmundi Garðari Sigfússyni og Guðmundi Ármanni Böðvarssyni.

Staðan var því 3-0 í hálfleik en síðari hálfleikur var tíðindalaus þó að Árborg hafi fengið nokkur ágæt færi.