Árborg á toppinn

Tómas Ingvi Hassing, hér í búningi Árborgar, skoraði fyrir Uppsveitir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg vann öruggan útisigur á botnliði Kónganna í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld og tyllti sér þar með í toppsæti riðilsins.

Það tók Árborgara 25 mínútur að brjóta ísinn en Tómas Hassing skoraði þá tvö mörk með þriggja mínútna millibili, annað þeirra af vítapunktinum.

Staðan var 0-2 í hálfleik en Ingimar Helgi Finnsson bætti þriðja marki Árborgar við á 65. mínútu og þar við sat.

Árborg er með 16 stig í toppsæti A-riðils og hefur ekki tapað leik í sumar. Markatala liðsins er 20-3.

Fyrri greinVarnargirðingum ekki haldið við
Næsta greinGróðursett í Jóhannesarlundi við Búrfellsstöð