Antipov kominn með tvo vinninga

Mikhail Antipov (t.h.) er með tvo vinninga að loknum tveimur umferðum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rússinn Mikhail Antipov sigraði Hannes Hlífar Stefánsson í 2. umferð heimsmeistaramótsins á afmælisskákhátíð SSON á Hótel Selfossi í dag.

Antipov er því kominn með tvo vinninga og er sá eini sem hefur unnið báðar sínar skákir.

Önnur úrslit dagsins urðu þau að Sarasadat Khademalsharieh sigraði Héðinn Steingrímsson, Semyon Lomasov sigraði Sergei Zhigalko, Ahmed Adly sigraði Dinara Saduakassova og þeir Helgi Áss Grétarsson og Rafael Leitão skildu jafnir.

Staðan á mótinu er þessi að loknum tveimur umferðum:
Mikhail Antipov 2v.
Semyon Lomasov 1,5 v.
Ahmed Adly 1,5 v.
Sergei Zhigalko 1,0 v.
Sarasadat Khademalsharieh 1,0 v.
Helgi Áss Grétarsson 1,0 v.
Rafael Leitão 1,0 v.
Hannes Hlífar Stefánsson 0,5 v.
Héðinn Steingrímsson 0,5 v.
Dinara Saduakassova 0 v.

Þriðja umferð mótsins hefst kl. 17:00 á morgun, fimmtudag, og er teflt í aðalsal Hótel Selfoss.

Fyrri greinAuglýst eftir sóknarpresti í Eyrarbakkaprestakalli
Næsta greinSelfyssingar öruggir í 8-liða úrslitin