Antipov áfram efstur – Hannes vann Adly

Mikhail Antipov tók þátt í heimsmeistaramótinu á Selfossi í nóvember síðastliðnum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Mikhail Antipov hefur áfram forystu á heimsmeistaramóti Skákfélags Selfoss og nágrennis en þriðja umferðin var tefld á Hótel Selfossi í dag.

Antipov gerði jafntefli við Sergei Zhigalko í 3. umferðinni og hefur nú 2,5 vinning. Sömuleiðis varð jafntefli niðurstaðan hjá Semyon Lomasov og Héðni Steingrímssyni.

Önnur úrslit dagsins urðu þau að Dinara Saduakassova lagði Helga Áss Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson vann stigahæsta skákmann mótsins, Egyptann Ahmed Adly og Rafael Leitão hafði betur gegn Sarasadat Khademalsharieh. Sigurvegararnir voru allir með hvítt í sínum skákum.

Staðan á heimsmeistaramótinu eftir þrjár umferðir:
Mikhail Antipov 2,5 v.
Semyon Lomasov 2,0 v.
Rafael Leitão 2,0 v.
Hannes Hlífar Stefánsson 1,5 v.
Sergei Zhigalko 1,5 v.
Ahmed Adly 1,5 v.
Dinara Saduakassova 1 v.
Sarasadat Khademalsharieh 1,0 v.
Héðinn Steingrímsson 1,0 v.
Helgi Áss Grétarsson 1,0 v.

Fjórða umferðin verður tefld á morgun, föstudag kl. 17:00. Meðal viðureigna á morgun verður skák Antipov gegn Héðni Steingrímssyni og önnur áhugaverð viðureign er skák Semyon Lomasov og Rafael Leitão.

Heimsmeistaramótið eru hluti af skákhátíð í tilefni af 30 ára afmæli SSON en einn af fjölmörgum hlutum hennar er líka Opna Suðurlandsmeistaramótið og var fyrsta umferðin á því móti tefld í dag.

Fyrri greinEmbla Dís og Vigdís Katla kveiktu á jólaljósunum
Næsta greinFrábær upphafskafli dugði Mílunni ekki