Anthony Karl setti HSK met

Nokkrir keppendur af HSK svæðinu tóku þátt í Reykjavíkurleikunum í frjálsíþróttum sem haldnir voru í Laugardalshöll á dögunum.

Fyrsta HSK met ársins var sett á mótinu. Anthony Karl Flores úr Laugdælum setti HSK met í 14 ára flokki í 600 metra hlaupi. Hann hljóp á 1:46,99 mín. Teitur Einarsson átti gamla metið, sem var 1:52,56 mín.

Eftirtaldir keppendur af sambandssvæðinu náðu verðlaunasætum á mótinu: Kristinn Þór Kristinsson Samhygð vann 800 m karla á 1:53,20 mín, Styrmir Dan Hansen Steinunnarson úr Þór sigraði í hástökki karla, stökk 1,91m og Eva Lind Elíasdóttir Þór varð önnur í kúluvarpi kvenna, kastaði 11,14 metra.

Fyrri greinLokahögg skógar í Hrunamannahreppi
Næsta greinSparidagar í 25 ár