Annar tapleikurinn í röð hjá Hamri

Hamar varð af mikilvægum stigum 2. deild karla í knattspyrnu í baráttunni um að komast upp um deild. Liðið tapaði gegn Tindastóli/Hvöt á útivelli í dag, 4-1.

Þetta er annar leikurinn í röð sem Hamar tapar eftir að hafa verið á toppi deildarinnar um stund. Fyrir leikinn var eins stigs munur á þessum liðum. Tindastóll/Hvöt í 3. sæti með 30 stig og Hamar í 7. sæti með 29 stig.

Heimamenn komust í 2-0 áður en Hamarsmenn minnkuðu muninn og komust inn í leikinn. Nær komust Hvergerðingar þó ekki og Tindastóll/Hvöt bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk.

Eftir leikinn er Hamar ennþá í 7. sæti en sigurinn kom Tindastóli/Hvöt á topp deildarinnar með 33 stig. Enn er fjórar umferðir eftir og aðeins fjögur stig skilja að fyrsta og sjöunda sætið. Hamar fer næst á Dalvík og mætir þar heimamönnum í Dalvík/Reyni laugardaginn 27. ágúst kl. 16.

Fyrri greinMæta Keflavík í undanúrslitum
Næsta greinSýningarlok í Listasafninu