Annar stórsigur Selfyssinga

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu sigraði Fram 1-7 þegar liðin mættust í Safamýrinni í gærkvöldi.

Selfossliðið lék ekki vel í fyrri hálfleik en var þó með forystu, 1-2, þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleik tóku Selfossstelpurnar öll völd á vellinum og léku eins og englar að sögn heimildarmanns sunnlenska.is. Stelpurnar skoruðu fimm mörk og tryggðu sér þriðja sigurinn í þremur leikjum í deildinni.

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk, Íris Sverrisdóttir tvö og Anna Þorsteinsdóttir, Dagný Hróbjartsdóttir og Aníta Svansdóttir skoruðu eitt mark hver.