Annar sigur Hamars

Franck Kamgain. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann sinn annan leik í 1. deild karla í körfubolta í vetur þegar Snæfell kom í heimsókn í Hveragerði í kvöld, 95-94.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Snæfell leiddi eftir 1. leikhluta en Hamar tók góðan sprett í 2. leikhluta og staðan var 57-50 í hálfleik. Það var allt í járnum í seinni hálfleiknum, Hamar náði 14 stiga forskoti í upphafi 4. leikhluta en Snæfell náði að snúa leiknum sér í vil og komast yfir, 89-90, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Hamar skoraði hins vegar þrjú síðustu stig leiksins í blálokin og tryggði sér sætan sigur.

Franck Kamgain var stigahæstur Hvergerðinga með 21 stig en Ryan Peters var framlagshæstur með 18 stig og 16 fráköst.

Hamar er í 11. sæti deildarinnar með 4 stig en Snæfell er í 8. sæti með 6 stig.

Hamar-Snæfell 95-94 (21-25, 36-25, 18-18, 20-26)
Tölfræði Hamars: Franck Kamgain 21/6 fráköst/12 stoðsendingar, Atli Rafn Róbertsson 21/8 fráköst, Ryan Peters 18/16 fráköst, Lúkas Aron Stefánsson 15/4 fráköst, Birkir Máni Daðason 7/4 fráköst, Jens Klostergaard 7, Arnar Dagur Daðason 3, Mirza Sarajlija 3.

Fyrri greinÁlnavörubúðin flytur á Selfoss
Næsta greinGuðný Ósk dúxaði í FSu