Anna önnur í sínum flokki

Anna Einarsdóttir á Selfossi varð í 2. sæti í sínum flokki í módelfitness kvenna þegar Íslandsmótið í fitness, módelfitness, sportfitness og vaxtarrækt fór fram í Háskólabíói í gær.

Alls tóku 126 keppendur þátt í mótinu og áttu Sunnlendingar nokkra fulltrúa. Anna náði bestum árangri þeirra þegar hún varð í 2. sæti í mótelfitness kvenna -171 og í módelfitness kvenna -168 varð Katrín Ösp Jónasdóttir í 5. sæti.

Keppnin á mótinu var að vonum spennandi enda keppendur búnir að undirbúa sig fyrir stóru stundina í marga mánuði.

Úrslit á Íslandsmótinu og myndir af keppendum má finna á vefsíðu Fittnessfrétta.

Fyrri greinNýir starfsmenn á Byggðasafninu
Næsta greinTitringur í Tungunum – Rólegt við Heklu