Anna Metta setti héraðsmet

Anna Metta með verðlaunin frá Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Anna Metta Óskarsdóttir, Umf. Selfoss, setti HSK met í 60 metra grindahlaupi í flokki 12 ára stúlkna á Minningarmóti Ólivers á Akureyri þann 4. desember síðastliðinn.

Anna Metta hljóp á 10,68 sek og varð í 2. sæti í hlaupinu. Hún bætti þar tæplega ársgamalt héraðsmet Helgu Fjólu Erlendsdóttur, Umf. Heklu, um 0,19 sekúndur.

Anna Metta vann til fimm verðlauna á mótinu á Akureyri, en hún keppti í flokki 12 til 13 ára. Hún sigraði meðal annars í 600 m hlaupi.

Egill Atlason Waagfjörð, Umf. Kötlu, keppti einnig á mótinu og sigraði í langstökki pilta 16 ára og eldri en Egill stökk 5,89 metra.

Fyrri greinSigþrúður Birta ráðin deildarstjóri velferðarþjónustu
Næsta greinJólakveðja frá bæjarfulltrúum Framsóknar