Anna Guðrún vann silfurverðlaun

Anna Guðrún Halldórsdóttir. Ljósmynd/Gunnar Biering Agnarsson

Anna Guðrún Halldórsdóttir, CrossFit Hengli í Hveragerði, varð í 2. sæti í flokki 45-49 ára á árlegu Íslandsmóti masters í CrossFit sem haldið var í Sporthúsinu í Kópavogi á dögunum.

Mótið stóð yfir í tvo daga og átti Anna Guðrún mjög góða spretti á mótinu. Hún varð þriðja efsta allra kvenna á mótinu bæði í wodi 1 (framhnébeygja og bekkpressa) og wodi 5 þar sem hún lyfti 67,5kg yfir höfuð sér.

Einnig stakk hún aðrar af í wodi 3, svökölluðu speed shipper, þar sem hún náði besta tíma allra kvenna á mótinu og aðeins fimm karlar náðu betri tíma.

Þessi árangur hennar á mótinu skilaði henni öðru sæti í hennar aldursflokki.

Fyrri greinMílan sigraði í fyrsta leik
Næsta greinSelfoss tapaði og Ægir slapp við fall