Annað tap hjá KFR

Knattspyrnufélag Rangæinga tapaði fyrir Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ í 2. umferð 3. deildar karla í kvöld. Lokatölur voru 1-0.

Þetta var hörkuleikur þar sem KFR fékk fín færi en var fyrirmunað að koma knettinum í netið. Sigurmark Hvíta riddarans kom þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleik.

Boban Jovic lék sinn fyrsta leik fyrir KFR í kvöld en hann er nýkominn til liðsins frá Völsungi.