Annað jafntefli Hamars

Hamar og Úlfarnir mættust í kvöld í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á Framvellinum í Úlfarsárdal. Lokatölur urðu 1-1.

Úlfarnir komust yfir á 35. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Tómas Ingvi Hassing jafnaði hins vegar metin fyrir Hamar þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka og þar við sat.

Þetta var annað jafntefli Hamars í tveimur leikjum, en liðið hefur nú tvö stig í 2. sæti síns riðils.

Fyrri greinÞórir þjálf­ari árs­ins í fimmta sinn
Næsta greinGrænkálssnakk