Annað Íslandsmet hjá Hirti

Þorlákshafnarbúinn Hjörtur Már Ingvarsson setti í morgun Íslandsmet í 200 m skriðsundi hreyfihamlaðra (S5) á Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi.

Hjörtur Már er meðal keppenda Íslands á mótinu sem fram fer þessa vikuna í Eindhoven í Hollandi.

Hann synti 200 m skriðsund í morgun og varð í 12. sæti á tímanum 3:35,65 mín, sem er nýtt Íslandsmet.

Þetta er annað Íslandsmet Hjartar en á sunnudaginn synti hann 50 m skriðsund á 45,57 sek og var í 16. sæti í sundinu.

Mótinu lýkur á laugardag.