Aníta Líf íþróttamaður Hveragerðis 2017

Aníta Líf Aradóttir, lyftingakona var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis árið 2017. Kjörinu var lýst við hátíðlega athöfn í Listasafni Árnesinga á milli jóla og nýárs.

Keppnisferill Anítu er stuttur en það sem stóð uppúr hjá henni á árinu var Norðurlandameistaratitill í -69 kg flokki.

Auk Anítu voru tilnefnd í kjörinu þau Dagný Lísa Davíðsdóttir, körfuknattleikskona, Fannar Ingi Steingrímsson, golfari, Hekla Björt Birkisdóttir, fimleikakona, Kristján Valdimarsson, blakmaður, Kristrún Rut Antonsdóttir, knattspyrnukona, Ragnar Ágúst Nathanaelsson, körfuknattleiksmaður og Úlfar Jón Andrésson, íshokkímaður.

Einnig fengu átta íþróttamenn viðurkenningu fyrir að hafa orðið Íslands- eða bikarmeistari á árinu.

Fyrri greinÞrír sunnlenskir skólar fá forritunarstyrk
Næsta greinNjarðvíkingar sterkari í Ljónagryfjunni