Andy skoraði og Ottó fékk rautt

Selfoss tapaði 3-1 fyrir Víkingi Reykjavík þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu í Egilshöllinni í dag

Víkingar voru miklu sterkari í fyrri hálfleik og komust í 2-0 fyrir leikhlé. Þeir bættu svo þriðja markinu við á 20. mínútu síðari hálfleiks.

Varamaðurinn Andy Pew minnkaði muninn fyrir Selfoss í 3-1 á 85. mínútu og skömmu síðar fékk Einar Ottó Antonsson að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu.

Selfoss er með eitt stig í riðlinum eftir tvö leiki en Víkingar eru taplausir í toppsætinu.

Fyrri greinJónas Sig á vinsælasta lag landsins
Næsta greinRafmagnslaust í Mýrdalnum