Andri Páll efnilegastur hjá GOS

Lokahóf barna og unglinga hjá Golfklúbbi Selfoss var haldið fyrir skömmu en þar var Andri Páll Ásgeirsson valinn efnilegasti kylfingurinn.

Auk Andra Páls voru fjórir krakkar sem fengu bikar fyrir framfarir og ástundun en það voru þau Haukur Páll Hallgrímsson, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Þorsteinn Freyr Gunnarsson og Birgir Steinarsson Busk.

Þar með lauk æfingartímabili barna og unglinga þetta árið en þau munu hefja aftur æfingar þegar inniaðstaða klúbbsins er klár í janúar.