Andri og Thelma skrifuðu undir

Tveir leikmenn skrifuðu undir samninga við handknattleiksdeild Umf. Selfoss í kvöld, þau Thelma Sif Kristjánsdóttir og Andri Hrafn Hallsson.

Thelma Sif framlengdi samning sinn til tveggja ára en hún lék með liðinu í N1-deildinni í vetur en Thelma er öflug hægri skytta.

Andri Hrafn skrifaði einnig undir samning en hann er nú að koma aftur til síns uppeldisfélags eftir að hafa spilað með Aftureldingu og Víkingi. Andri er sömuleiðis hægri skytta sem kemur til með að styrkja leikmannahóp meistaraflokks karla á næsta tímabili.

Fyrri greinHlynur setti vallarmet á Flúðum
Næsta greinEignast lóðir banka gegn því að kosta gatnagerð