Andri og Fannar í topp tíu

Andri Már Óskarsson, Golfklúbbnum Hellu, er í 8.-9. sæti þegar Íslandsmótið í golfi er hálfnað á Garðavelli á Akranesi í morgun.

Andri Már hóf keppni í dag í 4.-6. sæti en hann spilaði annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og er samtals á einu höggi yfir pari að loknum tveimur keppnisdögum. Andri fékk tvo fugla í dag, fjóra skolla og paraði tólf holur.

Fannar Ingi Steingrímsson, Golfklúbbi Hveragerðis, er í 10.-12. sæti eftir annan hringinn. Hann spilaði á einu höggi yfir pari í dag, fékk þrjá fugla, fjóra skolla og paraði ellefu holur.

Hlynur Geir Hjartarson, Golfklúbbi Selfoss, byrjaði illa í dag og fékk tvo skramba og einn skolla á fyrstu sex holunum. Honum gekk betur á seinni níu holunum og lauk leik á sjö höggum yfir pari og situr í 46.-58 sæti.

Í kvennaflokki er Alexandra Eir Grétarsdóttir, Golfklúbbi Selfoss, í 15.-17. sæti, fimmtán höggum yfir pari, en hún var meðal fremstu kvenna í dag og lék hringinn á fjórum höggum yfir pari.

Mótið heldur áfram á morgun en keppni lýkur á sunnudag.

Fyrri greinLítið hlaup í Markarfljóti
Næsta greinBjörgvin rústaði fyrstu grein dagsins