Andri og Eggert sigruðu á 1. maí-mótinu

Tvöhundruð og fimm keppendur luku leik á hinu árlega 1. maí-móti Golfklúbbs Hellu og Grillbúðarinnar síðastliðinn föstudag.

Heimamaðurinn Andri Már Óskarsson sigraði án forgjafar á 68 höggum en Eggert Páll Ólafsson, OG, sigraði með forgjöf á 67 höggum.

Nándarverðlaun voru veitt á fimm brautum auk þess sem Gerður Ragnarsdóttir, GR, fékk verðlaun fyrir lengsta teighöggið á 18. braut.

Án forgjafar
1. sæti Andri Már Óskarsson GHR á 68 höggum
2. sæti Haukur Már Ólafsson GKG á 72 höggum
3. sæti Henning Darri Þórðarson GK á 72 höggum

Með forgjöf
1. sæti Eggert Páll Ólafsson GO á 67 höggum
2. sæti Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK á 68 höggum
3. sæti Kristján Sigurður Kristjánsson GO á 69 höggum

Nándarverðlaun
2. braut Árni Zophoníasson GKG 1,61 mtr
4. braut Magnús Sigurðsson GV 1,34 mtr
8. braut Þóroddur Ottesen GR 3,5 mtr
11. braut Ásthildur Ragnarsdóttir GK 0,95 mtr
13. braut Helgi Sigurðsson GV 0,91 mtr

Lengsta teighögg á 18 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR

GHR þakkar öllum kylfingum fyrir komuna, vinningshöfum til hamingju og Grillbúðinni fyrir stuðninginn.

Fyrri greinUpprættu ræktun í Grímsnesinu
Næsta greinSpenna og góð tilþrif á héraðsmóti