Andri með tvö mörk gegn Haukum

Selfoss vann góðan sigur á Haukum í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í dag. Lokatölur voru 2-3.

Haukar komust yfir strax á 12. mínútu leiksins en Andri Már Hermannsson jafnaði metin fyrir Selfoss fimm mínútum síðar. Svavar Berg Jóhannsson kom Selfyssingum svo yfir á 29. mínútu og staðan var 1-2 í hálfleik.

Haukar misstu mann af velli með rautt spjald á 54. mínútu og einum fleiri náðu Selfyssingar að gulltryggja sigurinn. Þar var Andri Már aftur að verki á 72. mínútu. Haukar klóruðu í bakkann á 83. mínútu og þar við sat.

Selfoss er í 3. sæti riðilsins með 6 stig að lokum þremur leikjum.