Andri Már valinn í afrekshóp GSÍ

Andri Már Óskarsson, Golfklúbbnum Hellu, er einn fimmtíu kylfinga sem valdir hafa verið í afrekshóp Golfsambands Íslands.

Ákveðnar forsendur eru gefnar fyrir vali hvers og eins kylfings en Andri Már, sem er tvítugur, er einn af þremur efstu kylfingum á stigalista í sínum aldursflokki í ár.

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið fimmtíu kylfinga og vinnur hann nú að æfinga og keppnisáætlun fyrir árið 2012.

Á liðnu golfþingi var kynnt ný afreksstefna Golfsambands Íslands og framtíðarsýn hennar. Þar kemur meðal annars fram að innan tíu ára verði íslenskur kylfingur á meðal þátttakenda á sterkustu atvinnumótaröðum í Evrópu og eða Bandaríkjunum.

Fyrri greinKristinn ráðinn til GHG
Næsta greinHamarshöllin boðin út fyrir jól