Andri Már sigraði á Hellu

Heimamaðurinn Andri Már Óskarsson, GHR, sigraði án forgjafar á 1. maí móti Golfklúbbsins Hellu og Hole in One á Strandarvelli í gær.

Andri Már lék hringinn á 70 höggum en annar var Hannes Eyvindsson, GR, á 71 höggi. Helgi Birkir Þórisson, GSE, var þriðji á 73 höggum.

Guðni Björgvin Guðnason, GR, sigraði með forgjöf á 66 höggum, Valur Guðnason, NK, varð annar á 69 höggum eins og Hannes Eyvindsson, GR.

Nándarverðlaun voru veitt á fimm holum en á 13. holu var Valur Júlíusson 91 sm frá holunni eftir upphafshöggið.

Góð þátttaka var á mótinu en keppendur voru 255 talsins.

Fyrri greinKnapi slasaðist á fæti
Næsta greinEggert ráðinn í Kötlusetur