Andri Már og Hafdís Alda klúbbmeistarar

Andri Már Óskarsson og Hafdís Alda Jóhannsdóttir urðu klúbbmeistarar hjá Golfklúbbnum Hellu en meistaramóti félagsins lauk síðastliðinn laugardag.

Aðstæður á mótinu voru frekar erfiðar og ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við kylfingana.

Andri Már lék hringina fjóra á 289 höggum (79-68-70-72) og sigraði örugglega í karlaflokki. Hafdís Alda lék á 302 höggum (73-81-72-76) og vann sömuleiðis öruggan sigur.

Fyrri greinUmfangsmikil tónleikahelgi framundan í Skálholti
Næsta greinCohen ábreiður á Sólheimum