Andri Már í 9. sæti

Andri Már Óskarsson, Golfklúbbnum Hellu, varð í 9. sæti á Íslandsmótinu í höggleik sem lauk á Jaðarsvelli á Akureyri í dag.

Andri Már lék hringina fjóra á 281 höggi, þremur höggum undir pari. Besti hringur hans var á öðrum degi þar sem hann lék á fjórum höggum undir pari, 67 höggum.

Fannar Ingi Steingrímsson, Golfklúbbi Hveragerðis, varð í 13. sæti en hann lék hringina fjóra á pari, 284 höggum. Fannar Ingi lék sinn besta hring í dag, á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari.