Andri Már í 12.-13. sæti fyrir lokahringinn

Andri Már Óskarsson, Golfklúbbnum Hellu, er í 12.-13. sæti á Íslandsmótinu í höggleik fyrir lokadaginn á Strandarvelli á morgun.

Andri Már lék á 74 höggum í dag, fjórum höggum yfir pari. Haraldur Franklín Magnús og Rúnar Arnórsson eru efstir og jafnir á fimm höggum undir pari.

Sigurþór Jónsson, Golfklúbbi Selfoss er í 22.-24. sæti, níu höggum yfir pari en Sigurþór lék á +3 í dag.

Hlynur Geir Hjartarson, Golfklúbbi Selfoss, lék sinn besta hring á mótinu í dag, tveimur höggum yfir pari og er í 29.-33. sæti með +11.