Andri Már fjórði á Íslandsmótinu

Andri Már Óskarsson á Íslandsmótinu á Hlíðavelli. Ljósmynd/seth@golf.is

Andri Már Óskarsson, Golfklúbbi Selfoss, varð í 4. sæti á Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina.

Andri Már kom sér í toppbaráttuna á þriðja degi mótsins þar sem hann jafnaði vallarmetið á Hlíðavelli og var í baráttunni á fjórða degi fram á síðustu holu. Hann lék hringina fjóra á 284 höggum, samtals á fjórum undir pari og var einu höggi frá bronsinu.

Golfklúbbur Selfoss átti sjö aðra kylfinga á mótinu sem allir áttu góða spretti. Aron Emil Gunnarsson endaði í 21. sæti og Hlynur Geir Hjartarson varð í 27. sæti og í 2. sæti í flokki 35 ára og eldri. Heiðrún Anna Hlynsdóttir var í góðri stöðu í kvennaflokknum fram á síðasta keppnisdag en gaf eftir á síðustu holunum og endaði í 9. sæti.

Fyrri greinVarað við vatnavöxtum á Suðurlandi
Næsta greinBikarkeppnum FRÍ frestað um tvær vikur