Andri Már fimmti á Íslandsmótinu

Andri Már Óskarsson, Golfklúbbnum Hellu, varð í 5. sæti á Íslandsmótinu í golfi sem lauk á Garðavelli á Akranesi í dag.

Andri Már lék hring dagsins á einu höggi undir pari og hélt sér þar með í 5. sætinu. Hann lék hringina fjóra samtals á pari.

Fannar Ingi Steingrímsson, Golfklúbbi Hveragerðis, varð í 14.-15. sæti en hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag og lauk keppni á sjö höggum yfir pari.

Hlynur Geir Hjartarson, Golfklúbbi Selfoss, náði einna bestum árangri kylfinga í dag og lék á þremur höggum undir pari. Þetta var besti hringur Hlyns á mótinu en hann lauk keppni á samtals ellefu höggum yfir pari og varð í 19. sæti.

Í kvennaflokki lauk Alexandra Eir Grétarsdóttir, Golfklúbbi Selfoss, í 17. sæti, 33 höggum yfir pari en hún lék fjórða hringinn á átta höggum yfir pari.

Fyrri greinRegína Rósa stýrir Álfaborg
Næsta greinSelurinn Dilla horfin á vit feðra sinna