Andri Hrafn í Míluna

Lið Mílunnar í 1. deild karla í handbolta hefur heldur betur fengið liðsstyrk en Selfyssingurinn Andri Hrafn Hallsson er genginn til liðs við þá grænu frá FH.

Andri Hrafn gerir tveggja ára samning við Míluna en hann var handsalaður á Tannlæknastofu Halls og Petru á Selfossi að loknu árlegu eftirliti Birgis Arnar Harðarsonar, forseta Mílunnar. Þess má geta að eins og venjulega var Birgir ekki með neina skemmd.

Andri Hrafn er 25 ára örvhentur hornamaður en hann hefur undanfarin tvö ár verið í herbúðum FH. Þar áður spilaði hann stórt hlutverk hjá Selfyssingum en hann hefur einnig leikið með Aftureldingu í 1. deildinni.

Fyrri greinIngólfur afhjúpaði skilti á Ingólfstorgi
Næsta greinLeita eftir húsnæði á Hvolsvelli