Andri Freyr í KFR

Knattspyrnumaðurinn Andri Freyr Björnsson er genginn í raðir Knattspyrnufélags Rangæinga að láni frá BÍ/Bolungarvík.

Andri, sem er 26 ára gamall, vinstri bakvörður að upplagi hefur leikið með Selfossi allan sinn meistaraflokksferil en hann var í yngri flokkum KFR.

Í haust gerði hann tveggja ára samning við BÍ/Bolungarvík og Vestfirðingarnir lána hann nú til KFR.

Andri spilaði sjö leiki fyrir Selfyssinga í Pepsi-deildinni í fyrra en hann hefur leikið vel yfir eitthundrað leiki fyrir Selfyssinga á ferlinum.

Fyrri greinBarnabær fékk hvatningarverðlaun
Næsta greinÍtrekaðar íkveikjur í sinu í íbúðarhverfi