Andri Freyr í BÍ/Bolungarvík

Rangæingurinn Andri Freyr Björnsson hefur gengið til liðs við BÍ/Bolungarvík í 1. deild karla í knattspyrnu.

Andri Freyr skrifaði undir tveggja ára samning við Vestfirðinga í dag að því er fotbolti.net greinir frá.

Andri Freyr hætti hjá Selfyssingum í ágúst til að fara til Danmerkur í nám en hann er nú kominn aftur heim. Þessi 26 ára gamli leikmaður hefur leikið með meistaraflokki Selfyssinga frá því árið 2004.

Í sumar spilaði hann sjö leiki í Pepsi-deildinni og tvo í Borgunarbikarnum en samtals hefur Andri Freyr skorað sjö mörk í 97 deildar og bikarleikjum á ferlinum.

Fyrri greinHaustfundur kúabænda í kvöld
Næsta greinFimleikafólkið fékk góðar móttökur