Andri bætti eigið met í grindahlaupi

Andri Már Óskarsson, Umf. Selfoss, sigraði í 60 metra grindahlaupi í flokki 11 ára pilta á Akureyrarmóti UFA og Kjarnafæði Norðlenska síðastliðinn laugardaginn.

Hlaupið var á 50 cm grindur og kom Andri Már í mark á tímanum 11,22 sek. Hann bætti þar eigið HSK-met í aldursflokknum um 1,5 sekúndur.

Þetta voru ekki einu gullverðlaun Andra Más á mótinu því hann sigraði einnig í 60 m hlaupi, 400 m hlaupi og langstökki, hlaut silfur í skutlukasti og brons í hástökki.

Systir hans, Anna Metta, sigraði í 600 m hlaupi og langstökki á mótinu í flokki stúlkna 14-15 ára, hlaut silfur í 60 m grindahlaupi, hástökki og skutlukasti og bronsverðlaun í 60 m hlaupi.

Fyrri greinKjúklingasláturhús sektað og kúabú svipt mjólkursöluleyfi
Næsta greinErla Þórey nýr formaður USVS