Andrea Vigdís og Teitur Örn með bestu tímana

Hið sívinsæla Grýlupottahlaup fór fram á Selfossi sex laugardaga í apríl og maí í vor. Alls tóku 186 hlauparar þátt einu sinni eða oftar.

Grýlupottahlaupið hefur verið hlaupið árlega frá árinu 1969 en í ár var tekin ákvörðun um að breyta hlaupaleiðinni til að forðast umferðina við Engjaveginn. Nýja hlaupaleiðin heppnaðist mjög vel og er vel við hæfi að enda hlaupið á hinum glæsilega frjálsíþróttavelli Selfyssinga.

Þeir 106 hlauparar sem hlupu fjórum sinnum eða oftar voru verðlaunaðir á verðlaunahátíð Grýlupottahlaupsins síðastliðinn laugardag. Allir þeir sem voru 10 ára og yngri fengu þátttökuverðlaun og hjá 11 ára og eldri eru afhent verðlaun eftir árangri.

Andrea Vigdís Victorsdóttir og Teitur Örn Einarsson fengu farandbikara fyrir bestan heildarárangur í hlaupinu.


Andrea Vigdís og Hildur Helga sem tók á móti bikarnum fyrir Teit bróður sinn.

Fyrri greinBandarísku sendiherrahjónin heimsóttu Eyrarbakka
Næsta greinFór úr axlarlið í flúðasiglingu