Andrea fyrst í mark í Bláskógaskokkinu

Hið árlega Bláskógaskokk HSK var haldið 23. júní síðastliðinn. Hlaupið gekk vel þrátt fyrir leiðinda veður, mótvind og rigningu.

Hlaupnar voru 10 mílur frá Gjábakka og um gamla veginn um Lyngdalsheiði að Laugarvatni.

Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst í mark í hlaupinu og sigraði í kvennaflokki á tímanum 1:08,07 klst. Arnar Pétursson sigraði í karlaflokki á 1:08,24 klst.

Hlaupurum var síðan boðið í Fontana að hlaupi loknu og þar fór fram verðlaunaafhending.

Fyrri greinKaldir og hraktir ferðamenn sóttir á Heklu
Næsta greinÞingvallavegur lokaður í kvöld